TANNPLANTAR

TANNPLANTAR

HVAÐ ERU TANNPLANTAR?

Tannplantar eru skrúfur gerðar úr titan málmi sem græddar eru í bein þar sem tannrót vantar (tönn hefur verið fjarlægð, orðið fyrir áverka ofl). Á tannplöntum má byggja tannkrónur, brýr eða jafnvel heila tanngarða. Með tannplöntum má festa gervitennur með smellum.

HVERJUM HENTA TANNPLANTAR?

Tannplantar henta öllum þeim sem misst hafa tönn eða tennur og hafa beinstuðning til að festa titanskrúfurnar. Best er að leita álits hjá sérfræðingi og fá úr því skorið hvort viðkomandi hefur möguleika á tannplantaígræðslu.

Elín sigurgeirsdóttir

Elín Sigurgersdóttir, eigandi Krýnu, er tannlæknir sem sérhæfir sig í tann- og munngervalækningum. Hún lauk tannlæknanámi frá Háskóla Íslands vorið 1993 og stundaði framhaldsnám í tann- og munngervalækningum í Norður Karolínu í Bandaríkjunum á árunum 1995-1998. Hún öðlaðist sérfræðiréttindi í faginu árið 1999.


Aðalstarfið hennar felur í sér að finna heildstæðar lausnir á vandamálum fólks í munni sem geta verið býsna yfirgripsmiklar og flóknar. Þar er helst að telja skoðun, mat og tillögur að meðferðaráætlunum. Einnig sérhæfir hún sig í hönnun á smíði króna, brúa og gervitanna sem hún vinnur í samstarfi við tannsmiði ásamt ígræðslu tannplanta og umsjón með smíði á þá.

Share by: