FORVARNIR GEGN TANNSKEMMDUM

FORVARNIR GEGN TANNSKEMMDUM

forvarnir gegn tannskemmdum

Góð tannheilsa er okkur  öllum mikilvæg. Til að tryggja góða tannheilsu er mikilvægt að sinna forvörnum gegn tannskemmdum. Forvarnir felast í reglulegu eftirliti, tannhreinsun, fræðslu og eigin munnhirðu.


Eigin munnhirða og góðar matar- og drykkjarvenjur hafa mikið að segja. Haltu tönnunum þínum hreinum með tannburstun með flúortannkremi kvölds og morgna og daglegri notkun tannþráðs.


Reglulegt eftirlit hjá tannlækni eða tannfræðingi stuðlar að góðri tannheilsu. Tannlæknir/tannfræðingur skoðar og metur ástand tanna, og tannholds. Hann metur hvort þörf sé á að skorufylla þar sem djúpar skorur eru í tönnum. Hann kannar bit, bitálag og slit á tönnum. Hann hreinsar tannstein og finnur leiðir til að leysa tannvandamál sem komið geta upp. Ef tannvandi er kominn upp, getur skipt sköpum að grípa inn í og leysa málið sem fyrst. Oft eru tennur flúorlakkaðar til að styrkja glerung tanna.


Forðast skal tóbaksnotknun. Tóbaksnotkun er skaðleg tannholdi og getur með langvarandi notkun valdið tannholdsbólgum, beineyðingu umhverfis tennur og tannlosi. Nikotín í tóbaksreyk, veipi, munntóbaki eða tyggjói dregur saman háræðar í tannholdi og dregur þannig úr blóðflæði til þess, sem síðan leiðir af sér tannholdssjúkdóma. Hér má sjá nánar um skaðleg áhrif tóbaks á tannheilsu.
Tannlæknafélag Íslands-Fræðsluefni um tóbak og tannhei
Markmiðið með forvörnum er að einstaklingurinn geti haldið sínum tönnum alla ævi.

Share by: