RÓTFYLLING

RÓTFYLLING

rótfylling

Tennur eru flókin líffæri, gerðar úr glerungi, tannbeini og taugavef.
Hlutverk glerungs er að vernda undirliggjandi lög frá áreiti og skemmdum.

Tannbeinið er uppistöðuefni tannarinnar.


Innsta lag tannarinnar er tauga- og æðavefur. Hann skynjar sársauka, sem er varnarviðbragð tannarinnar við áreiti.

markmið með rótfyllingu

Markmiðið er að lækna eða koma í veg fyrir sýkingu í tönn og kjálkabeini. Ef ekki er brugðist við sýkingu tannar getur skaðinn orðið óafturkræfur.

sársauki

Mikill sársauki (verkir) fylgja skemmdum á tauga- og æðavef tannar. Yfirleitt þarf að framkvæma rótfyllingu til að létta á sársaukanum. Með nútímatækni og deyfingum er aðgerðin sjálf að öllu jöfnu ekki sársaukafull.

að lokinni rótfyllingu

Tönnin getur verið viðkvæm um sinn eftir rótfyllingu. Ef sársauki helst lengur en í nokkra daga er rétt að hafa samband við tannlækninn. Þegar tönnin hefur jafnað sig og er orðin verkjalaus er rétt að setja krónu á tönnina því rótfyllt tönn verður stökk og því hætta á að hún geti brotnað illa og jafnvel eyðilagst.

aðrar lausnir en rótfylling

Æskilegt er talið að reyna til hins ýtrasta að halda í eigin tennur. Ef ekki verður komist hjá því að fjarlægja tennur eða ef þær brotna í slysum er hægt að fylla upp í skarðið með brú, tannplanta eða lausum pörtum.

Share by: