FAGURFRÆÐI Í TANNLÆKNINGUM

FAGURFRÆÐI Í TANNLÆKNINGUM

TANNHVÍTTUN

Boðið er upp á tvær tegundir af lýsingu, heima og á stofu.


Lýsing heima

Búnar eru til mjúkar plastskinnur sem laga sig að tönnum lýsingarþega. Í skinnurnar er sett lýsingarefni. Mislangan tíma tekur að ná árangri og einnig sækist fólk eftir mismiklum árangri. Yfirleitt tekur ferlið sjö til tíu daga. Lýsingarþeginn þarf að vera með skinnuna í tvo til fjóra tíma á dag. Einnig er hægt að sofa með skinnuna þar sem efnið virkar eingöngu í fjóra tíma.


Lýsing framkvæmd á stofu

Lýsingarþegi þarf að ætla sér tvær klukkustundir í verkefnið. Tennur eru hreinsaðar og pússaðar en æskilegt er að tannhreinsun hafi verið gerð nokkrum dögum áður en lýst er. Hlífðarefni er sett á tannhold, lýsingarefnið borið á tennurnar og látið liggja á þeim í allt að 60 mínútur. Aferðin krefst ekki eftirmeðferðar fyrir sjúkling heima.


Aukaverkanir

Tennur geta orðið viðkvæmar eftir meðferð og meðan á henni stendur. Gott er að setja flúor á tennurnar eftir lýsingu.


ÁRANGUR
Árangur lýsingar
 er háður lífstíl hvers og eins. Mikil kaffidrykkja og reykingar geta dregið úr árangri. Góð munnhirða er lykilatriði til árangurs.

MEIRI UPPLÝSINGAR UM TANNHVÍTTUN


Hvaðan kemur litur tannanna?
Litur tanna kemur frá tannbeini og glerungi sem umlykur tannbeinið. Það er ýmislegt sem getur haft áhrif á lit tannanna og má þar helst nefna óhreinindi og tannstein sem og gamlar plastfyllingar sem gulna með tímanum. Mataræði og lífsstíll hefur einnig mikil áhrif, t.d. rauðvín, gos og reykingar.


Tannhvíttunarvörur til að nota heima

Hægt er að nota tannhvíttunartannkrem, tannhvíttunarpenna eða hvíttunarskinnur en hafa skal í huga að styrkleiki efnisins sé þá undir 20% styrkleika.


Hvaða hvíttunarefni notum við hjá Krýnu?
Við notum efni sem heitir Opalescence BOOST sem er vegan og glútenfrítt tannhvíttunarefni. 


Við tannhvíttun í stól notum við öflugt 40% hydrogen peroxide gel sem inniheldur potassium nitrate og flúor sem jafnframt verndar glerunginn. Engin þörf er á ljósi í meðferðinni þar sem efnasamband hvíttunarefnisins virkjast við blöndun. 


Einnig seljum við Opalescence BOOST í 10%, 15% og 20% styrk til heimanotkunar.


Getur hvíttunarefni valdið skaða á tönnum?
Já, ef ekki eru notuð viðurkennd efni og á réttan hátt.

Tannfræðingur eða tannlæknir þarf að skoða tennurnar fyrir hvíttun, taka þarf tannstein og meta ástand tanna. Mikilvægt er að nota efni sem byggja upp tennurnar og glerunginn samhliða tannhvíttuninni.


Ef efnin sem eru notuð í tannhvíttun eru ekki viðurkennd efni, og ekki rétt notuð, þá geta þau valdið skaða á tönnunum. Við mælum því alltaf með að fagaðili á tannlæknastofu sjái um tannhvíttun og ef hvíttun er gerð heima þá sé það gert í samráði við fagaðila á stofunni.


Share by: