KRÓNUR

KRÓNUR

kRÓNUR - ORSAKIR OG FERLI

ORSAKIR

Stundum er nauðsynlegt að setja krónu á tönn eða tennur. Fyrir því liggja nokkrar ástæður t.d. ef tönn hefur gengist undir mikla fyllingavinnu, ef tönn er rótfyllt þá er hún gjarnan stökkari og brothættari, ef tönn hefur brotnað og þarf að byggja upp. Stundum er verjandi að setja krónur á framtennur í fegrunarskyni ef tennur hafa verið mikið fylltar, hafa slitnað illa, eru með meðfædda glerungsgalla eða hafa dökknað td. vegna áverka.


FERLIÐ

Til undirbúnings þarf að fjarlægja hluta tannvefs til að gera pláss fyrir postulínið í krónunni, þegar því er lokið er notaður þrívíddar skanni til að skanna inn tönnina og þau gögn eru síðan send rafrænt til tannsmiða sem hanna krónuna í tölvu og fræsa síðan út í hátækni þrívíddar fræsara. Eftir tannskurðinn er útbúin bráðabirgðakróna sem límd er á tönnina. Hún hlífir tönninni frá óþægindum meðan varanlega krónan er smíðuð.


Algengast er að heimsóknirnar séu tvær, annars vegar þegar tönnin er mótuð undir krónuna, skönnuð inn og gerð bráðabirgðakróna og hinsvegar þegar krónunni er skilað og hún límd á tönnina.

STIFTISUPPBYGGINGAR UNDIR KRÓNU

Oft eru rótfylltar tennur niðurbrotnar og þarf þá að byggja þær upp með svokölluðum stiftisuppbyggingum. Þær eru tvenns konar, annars vegar er verksmiðjuframleitt fíberstifti límt ofan í rótargang/rótarganga og síðan er tönnin byggð upp með plastfyllingarefni og hins vegar þ.e. ef tönn er mikið niðurbrotin er sérsmíðað stifti með kjarna gjarnan úr gulli.

Share by: