TANNLÆKNINGAR BARNA

TANNLÆKNINGAR BARNA

TANNLÆKNINGAR BARNA

Forvörnum gegn tannskemmdum ber að sinna strax frá uppkomu fyrstu tannar hjá börnum. Forvarnir snúast um að fyrirbyggja tannskemmdir og gott er að hafa í huga að: Heil tönn er betri en viðgerð tönn. 


Mælt er með því að tennur séu burstaðar tvisvar sinnum á dag með 0.1% flúortannkremi. Ef skán nær að myndast á tönnum, er hætta á tannskemmdum. Fyrir lítil börn þarf einungis tannkrem sem samsvarar ¼ af nögl á litla fingri barnsins. Sjá nánar um tanntöku og tannhirðu barna Tannlæknafélag Íslands - Fræðsluefni fyrir foreldra .


Við mælum með því að barnið komi í fyrstu heimsókn til tannlæknis þegar það er 2ja-3ja ára. Það er mikilvægt að barnið venjist umhverfinu á tannlæknastofunni á ánægjulegan og jákvæðan hátt og læri að treysta tannlækninum og/eða tannfræðingnum. Reglulegt eftirlit hjá tannlækni eða tannfræðing er mikilvægur þáttur í forvörnum gegn tannskemmdum. 


Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) greiða almennar tannlækningar barna að 18 ára afmælisdegi. Sjá nánar Greiðsluþátttaka vegna tannlækninga. Því er aðeins greitt 2500,- kr árlegt komugjald fyrir barn.

Share by: